Leystu möguleika þína úr læðingi í dáleiðslumeðferð
- hansinadaleidandi
- Oct 17, 2024
- 2 min read
Ertu að leita að leiðum til vellíðanar? Viltu losna við fjötra fortíðar og finna hvernig það er þegar þeir losna og hverfa? Viltu breyta um takt og draga andann aftur? Leystu möguleika þína úr læðingi og finndu frelsið. Þú þarft ekki að leita lengra, hér kemstu í dáleiðslumeðferð og getur unnið með það sem þú þarft að vinna með. Hansína tekur vel á móti þér og leiðir þig inn í ferðalag hugans til undirvitundarinnar.

Dáleiðslumeðferð er kraftmikið verkfæri til að vinna með undirvitundinni, þar sem við geymum rótföst viðhorf, tilfinningar og hegðunarmynstur. Með því að fylgja leiðbeiningum, slaka á, beina athyglinni eins og beðið er um og sleppa tökunum - þá er hægt að gera jákvæðar breytingar á hugarfari, tilfinningum og hegðun í dáleiðslumeðferð. Þarftu að komast yfir ótta, bæta sjálfstraustið eða hætta að gera eitthvað sem gagnast þér ekki, þá er dáleiðslumeðferð góð leið til að ná markmiðum þínum og lifa góðu lífi.
Áföll, ýmiskonar kvíði, depurð, verkir er meðal þess sem hrjáir marga og það er mikilvægt að vita að það eru leiðir, margar leiðir að bata. Það er hægt að vinna með ótrúlegustu hluti í dáleiðslumeðferð og hver dáleiðslumeðferðarfundur er í raun ósköp einfaldur. Áður en skjólstæðingur kemur fær hann sendan hlekk sem hann fer inn á með auðkenni frá Hansínu. Fyllir út nafnlaust, hvað hann vill vinna með. Hansína fer yfir það sem skjólstæðingur hennar vill vinna með og fær tilfinnningu fyrir meðferðinni. Skjólstæðingurinn mætir á tilætluðum tíma, hver fundur er 120-180 mínútur. Fyrsti tími er oftast nokkuð áþekkur, viðtal, dáleiðsla, meðferðarvinna, vakning, spjall í lokin. Oftast er eitt til tvö skipti nóg, en það er þó persónubundið. Dáleiðslumeðferðin er sniðin að skjólstæðingnum og markmiðum hans, unnið er með allt sem kemur upp, jafnóðum. Í meðferðinni þá vinnur Hansína með skjólstæðingi sínum og hans innri manni að því að finna rót vandans eða þess sem heldur aftur af honum og hjálpar honum að eyða henni. Leysa sig þannig undan ofoki áfalla og afleiðinga þeirra. Skjólstæðingar leysa þannig möguleika sína úr læðingi í þessari vinnu. Með því að koma í dáleiðslumeðferð, sem samanstendur af dáleiðslu og Hugrænni Endurforritun þá getur þú endurforritað undirvitund þína og skapað jákvæðar breytingar til langframa.


Comments